Verndaðu fyrirtækið þitt fyrir gagnakúgun með vaktaðri vírusvörn
Hvað er vöktuð vírusvörn?
Vöktuð vírusvörn kemur í veg fyrir að gögn séu tekin í gíslingu og reynt sé að kúga út fé af fyrirtækjum til að endurheimta þau, með svokallaðri gagnakúgun.
Við vöktum vélar fyrirtækisins allan sólarhringinn, sjáum til að þær séu stöðugt uppfærðar með nýjustu vírusvörnum og að þær séu keyrandi. Við skoðum allar árásir og tilraunir til innbrots, greinum þær og metum hvernig bregðast þarf við.
Komist vírus eða önnur óværa í kerfi fyrirtækisins er innifalið í þjónustunni að hreinsa umhverfið, og endurheimta gögn eftir því sem við á.
Hvað er gagnakúgun?
Gagnakúgun á sér stað þegar vírus eða aðskotahugbúnaður er notaður til að loka aðgangi að gögnum þar til ákveðin upphæð hefur verið greidd.
Ert þú skotmark?
Afbrotamenn sem nota gagnakúgun geta verið stórtækir. Herjað er á lítil til meðalstór fyrirtæki sem skortir fullnægjandi öryggi í tæknimálum, búa yfir verðmætum gögnum og nægilegum fjárhag til að geta greitt lausnargjald.
Ef gögn eru mikilvæg fyrirtækinu þínu, þá ertu skotmark.
Afhverju gagnakúgun?
Nú til dags eru gögn ekki síður mikilvæg en starfsmenn fyrirtækja. Netglæpamenn eru mjög skipulagðir og geta hagnast gríðarlega á því að herja á fyrirtæki sem stóla á gögn í miklum mæli.
Það er gróflega áætlað að glæpir af þessum toga skili netglæpamönnum á milli 10–15 milljónum dollara í arð í hverjum mánuði, allt í órekjanlegum gjaldmiðlum á borð við bitcoin.