Örugg afritun hjá fyrirtækjum
Persónuleg þjónusta. Öruggt umhverfi. Hagstætt verð.
Til baka
Innlend gagnaumferð
Engin erlend umferð. Við nýtum íslensku gagnaverin Verne, Thor DC og gagnaver Þekkingar en þau eru öll ISO 27001 vottuð. Nánar um gagnaverin

Hámarks öryggi
Gögn eru dulkóðuð og þeim þjappað áður en þau eru send um SSL rás. Lykilorð er aldrei sent með skrá við afritun.

Alltaf aðgengilegt
Notendur geta nálgast gögn um vafra, hvar og hvenær sem er.

Sjálfvirk afritun
Engin hætta er á að afritun gleymist. Þú stillir afritunartíma sem fer svo fram sjálfkrafa. Alltaf.

Gagnavernd
Notendur skilgreina hvaða útgáfur skjala þarf að geyma og hve lengi skal varðveita eydd skjöl.

Aukin yfirsýn
Staða afritunar er sent á hverjum morgni með tölvupósti. Umsjónarmenn hafa einnig aðgang að ítarlega tölfræði og skýrslum.
Hugbúnaðurinn styður meðal annars Exchange, Hyper-V, MySQL, Windows System, Oracle, VMware ESXi, MS SQL, Lotus Domino og fleira.
Keyrir á Windows, Mac OS X Linux og UNIX.


